26.6.2008 | 12:31
hvaðan fá grænmetisætur prótein?
Ég var spurð um daginn hvaðan grænmetisætur fá prótein þar sem það virðist vera algengur misskilningur að maður fái bara prótein úr eggjum, kjöti og fisk. Þau sem borða ennþá mjólkurvörur og egg þurfa ekki að spá mikið í áhyggjum af próteinskorti.
annars eiga grænmetisætur ekki að þjást af próteinskorti. Af sjálfsögðu eru til grænmetisætur sem þjást af vítamín/próteinskorti. Það er þó ekki lífstílnum sjálfum að kenna, heldur hefur sú manneskja ekki aflað sér nóg af upplýsingum um hvar eigi að fá öll næringaefni og hvernig maður "balance a good vegetarian diet". Maður verður að sjálfsögðu að afla sér upplýsinga áður en maður vindur sér í svona lagað.
Ég er að hætta í mjólkurafurðum og eggjum og því mun ég aðeins fjalla um hvernig maður fái prótein í staðin. Það er nefnilega ekki eins mikið mál og fólk heldur.
Prótein er að fá í baunum og belgjurtum, hnetum og fræum, alskonar grænmeti inniheldur prótein(spínat, brokkolí). Mikið úrval er til af soyakjóti sem inniheldur jurtaprótein. Tófú er sérstaklega próteinríkt og kalkríkt. Ég borða brokkolí á hverjum degi í salatið og soyakjót eða réttir fá oft að luma sér með þó ég reyni að ofgera því ekki.
Einnig skiptir máli að hugsa um Omega próteinin. Ýmsar jurtir, hnetur og fræ innihalda omega 3,6 eða 9. T.d. sesamfræ og sólblómafræ. Ég fæ mér 2matskeiðar á dag af Jurta Omega 3-6-9, olían inniheldur engar dýraafurðir og er miklu betra en lýsi á bragðið!
Vonandi fannst ykkur þetta fræðandi. Ég er að spá í að koma með fleiri blogg um ýmsar algengar spurningar um grænmetisætur, en annars er ykkur velkomið að senda inn fyrirspurnir=]
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2008 | 15:24
Myndasaga
Ein mynd segir þúsund orð og þessi mynd segir ansi mikið.
Mér fannst þessi mjög kaldhæðin og satt að segja er hún fyndin af því að einhverju leiti er þetta satt. Sumir virðast einfaldlega ekki kjósa fyrir málstaðinn heldur vinsældir etc.
slóðin: http://www.nataliedee.com/nd-archives/ndarchive-feb08.php
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2008 | 00:18
litlum dreng rænt
Aumingja drengurinn og foreldrar hans. Tekið er fram að ekki er vitað ástæðan fyrir ráninu. Ef til vill á að kúga foreldrana um fé sem lausnargjald. Mér finnst þetta alveg hræðilegt og vekur alltaf upp reiði þegar ódæðismenn fremja svona verknað.
Að fólk geti gert svona! Það getur bara ekki verið heilt á geði. Það náðist þó hluti af bílnúmerinu og ég vona að barnið finnist, og það sem minnst skaðað. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er fyrir foreldra að upplifa svona.
Að maður tali nú ekki um að hversu mörgum börnum er rænt og komast ekki í fréttirnar! Það er einungis lítill hluti rændra barna sem er lýst eftir. Til dæmis börn sem að seld eru í nauðungarvinnu.
Fimm ára dreng rænt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2008 | 16:11
Loftbelgjabolir Unicef
Margir hafa kannski heyrt af loftbelgjabolunum vinsælu, en þeir eru unnir af unicef í samstarfi við KronKron. Bolirnir eru til sölu í KronKron á Laugavegi 36 á 2500kr.- fram að vori.
Þeir eru til í ýmsum litum og að sjálfsögðu rennur ágóðinn til góðgerðarmála.
Jón Atli úr Hair doctor í flottum bleikum bol.
Loftbelgirnir þýða að allir geta risið gegn fátækt og hungri. Svo er einn loftbelgurinn ólitaður/kláraður, og þýðir að framlag hvers og eins skiptir máli.
Ég er hjartanlega sammála þýðingunni, auk þess að þetta eru flottir bolir fyrir góðan málsstað. Þeir eru vinsælir og ég hef lengi ætlað að vinda mér í það að versla mér einn, en þeir kláruðust fyrir jól.
Ég hvet alla til að skoða þetta, þetta eru góðar gjafir handa öðrum og sjálfum sér, og einn bolur getur skipt máli.
Myndin og heimildir eru á eftir farandi slóð: http://www.unicef.is/verkefni_bolir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2008 | 18:02
ABC greiðslukortin
Mér finnst þetta ekkert smá góð hugmynd þessi kort=].
Það eru 3 tegundir af greiðslukortum, Kreditkort, debetkort og gulldebet kort.
Við byrjun þegar stofnað er kreditkort gefur netbankinn 1000kr.- til ABC-barnahjálpar og svo renna 1% af viðskiptunum til ABC-samtakanna.
Svipað er með debetkortið, 1000kr.- gefnar í byrjun og öll færslugjöld renna til ABC-barnahjálpar.
Svo er gulldebetkortið, með lægri yfirdráttarvexti(skv. þeim), en þið getið séð vextina á eftirfarandi síðu, http://www.nb.is/category.aspx?catId=1666 og færslugjald fyrir hverja færslu er 50kr. sem rennur til ABC-barnahjálpar.
Að auki fæst afsláttur í ýmsum búðum með þessum kortum. Þessi fyrirtæki eru: Skeljungur(Shell), barnaland.is, Baby Sam, 66° Norður, Kaffitár, Lyfja, Pizza Hut, Veröldin okkar, Yoga Shala og Sissa stúdió.
Debetkortið mitt rennur út í maí þannig ég ætla að skoða málið og kynna mér þetta betur, ég vil endilega fá svona ABC debetkort. Bara renna kortinu 1x í búð, og í leiðinni styrkja góðgerðarsamtök.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2008 | 16:36
Tíðni barnadauða aldrei verið lægri
Það er alveg frábært að tíðni barnadauða hefur minnkað um helming síðan árið 1960.
--> http://unicef.is/frettir_2008_sowc08
Unicef finnst samt að það eigi að gera enn betur, og af hverju ekki? Maður á alltaf að reyna að bæta sig ef möguleikinn er fyrir hendi. En fyrir svona verkefni þarf samstöðu margra, bæði við fjáröflun og sjálfboðastörf.
Ekki bara eru tíð veikindi að hrjá börnin, heldur er líka næringarskortur að veldur niðurgangi, og getur ollið dauða barnsins.
En góðgerðarsamtök og hjálparstörf eru að vaxa í auknum mæli sem er gott. Mér finnst samt vanta svolítið meira af þessu á Íslandi. Það er ekki hægt að bera saman fátækt á Íslandi við fátækt í t.d. mörgum löndum Afríku. Fátækt á Íslandi er þó svo sannarlega til.
Ég hélt með kærastanum mínum fyrir jól sem sjálfboðaliði í mæðrastyrktarnefnd, þar sem við hjálpuðum við að afla fjölskyldum og einförum mat, jólagjafir og ýmsar nauðsynjar eins og klósettpappír. Mér fannst þetta æðislegt, og vildi að þetta væri gert oftar. Því þó það séu ekki alltaf jól, þá á fólk ekki bara bágt á jólunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2008 | 16:50
Heimsforeldri
Úr því ég er hérna þá vil ég hvetja alla til að gerast heimsforeldri --> www.unicef.is
Þarna er gott tækifæri til að veita hjálp við að bæta menntun og aðstæður barna þar sem þörfin er brýn. Framlagið þarf ekki að vera mikið, 500-1000 kall á mánuði gerir gæfumun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2008 | 16:42
Fyrsta sinn
Þá er ég kominn með blogg hérna. Bloggin munu einkennast af hugmyndum, heimspekilegum hugsunum(og óheimspekilegum), fréttir og hugrenningar um þróunarvandamál og fleira í þeim dúr.
Ég vona að þetta blogg endi ekki í einhverri vitleysu enda er ég þekkt sem svolítill vitleysingur.
Annars vil ég þakka mömmu og restinni af fjöskyldunni fyrir stuðninginn;).
Takk takk, ég mun koma með betra blogg fljótlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)