hvaðan fá grænmetisætur prótein?

Ég var spurð um daginn hvaðan grænmetisætur fá prótein þar sem það virðist vera algengur misskilningur að maður fái bara prótein úr eggjum, kjöti og fisk. Þau sem borða ennþá mjólkurvörur og egg þurfa ekki að spá mikið í áhyggjum af próteinskorti.

 annars eiga grænmetisætur ekki að þjást af próteinskorti. Af sjálfsögðu eru til grænmetisætur sem þjást af vítamín/próteinskorti. Það er þó ekki lífstílnum sjálfum að kenna, heldur hefur sú manneskja ekki aflað sér nóg af upplýsingum um hvar eigi að fá öll næringaefni og hvernig maður "balance a good vegetarian diet". Maður verður að sjálfsögðu að afla sér upplýsinga áður en maður vindur sér í svona lagað. 

Ég er að hætta í mjólkurafurðum og eggjum og því mun ég aðeins fjalla um hvernig maður fái prótein í staðin. Það er nefnilega ekki eins mikið mál og fólk heldur.

Prótein er að fá í baunum og belgjurtum, hnetum og fræum, alskonar grænmeti inniheldur prótein(spínat, brokkolí). Mikið úrval er til af soyakjóti sem inniheldur jurtaprótein. Tófú er sérstaklega próteinríkt og kalkríkt. Ég borða brokkolí á hverjum degi í salatið og soyakjót eða réttir fá oft að luma sér með þó ég reyni að ofgera því ekki. 

Einnig skiptir máli að hugsa um Omega próteinin. Ýmsar jurtir, hnetur og fræ innihalda omega 3,6 eða 9. T.d. sesamfræ og sólblómafræ. Ég fæ mér 2matskeiðar á dag af Jurta Omega 3-6-9, olían inniheldur engar dýraafurðir og er miklu betra en lýsi á bragðið!

Vonandi fannst ykkur þetta fræðandi. Ég er að spá í að koma með fleiri blogg um ýmsar algengar spurningar um grænmetisætur, en annars er ykkur velkomið að senda inn fyrirspurnir=]


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband